Um okkur

Ég heiti María Lena og ég á fallegan lítinn strák sem heitir Gabríel Leví og er fæddur í janúar 2016.
Frá barnsaldri hef ég verið mikið í íþróttum. Fimleikar var alltaf mín uppahálds íþrótt, keppti bæði í einstaklings- og hópfimleikum. Einnig keppti ég í frjálsum og spilaði knattspyrnu með meistaraflokk kvenna á Egilsstöðum. Byrjaði að þjálfa fimleika árið 2008 og fótbolta árið 2010. Eftir því sem ég eldist fór ég að snúa mér að lyftingum og hef ég ekki stoppað síðan 2011. Þrjóskubolti og keppnismanneskja eins og ég er heillaðist strax, fátt skemmtilegra en að sjá líkaman mótast. Ég elska að takast á við ný krefjandi verkefni og hjálpa öðrum að takast á við sín. Ég hef bullandi áhuga á hreyfingu, næringu og heilsunni yfir höfuð.

Það má segja að M Fitness varð til alveg ,,óvart". Árið 2013 var fyrirtækið stofnað sem þjálfunarfyrirtæki vegna mikillar eftirspurnar um þjálfun. Boltinn fór að rúlla mjög hratt og áður en ég vissi var ég komin í fulla vinnu við að fjarþjálfa.

2017 varð M Fitness sportswear svo til eftir margra mánaða undirbúningsvinnu. Að stofna íþróttafatalínu var alltaf gamall draumur sem blundaði í mér. Ég er uppalin í tísku og í kringum föt, mamma mín hefur átt fyrirtæki síðan ég var lítil smástelpa og byrjaði ég að aðstoða hana mjög ung að aldri. Ég vissi alltaf að þó svo að fjarþjálfunin átti hug minn allann og ég elskaði að hjálpa öðrum að ná sínum markmiðum var alltaf drikraftur í mér sem var ónýttur. Ég var búin að hugsa og tala um íþróttafatalínuna í mörg ár en lét ekki verða af þessu fyrr en í lok 2016. Þetta er draumi líkast að fá að starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir.

Takk fyrir að velja M Fitness & M Fitness sportswear, ég er ykkur öllum afar þakklát!

Knús.