Við höfum lengi verið með æfingateygjur sem eru þrjár saman í pakka - þær hafa alltaf verið jafn vinsælar! Nú höfum við endurbætt þær og gert þær enn betri en áður. Við getum ekki mælt meira með þessum.
Æfingateygjurnar eru allar misstífar svo þú getur pottþétt fundið eina sem hentar þér! Það er sílíkon inní teygjunum svo þær renna ekki niður. Teygjurnar eru úr efni svo þær endast vel og rúllast ekki niður.
Æfingateygja
Regular price806 kr
Ótrúlega góðar teygjur í mismunandi styrkleikum. Þessar teygjur eru frábærar í margar æfingar! Því þykkari sem teygjan er því stífari er hún.
Þessi teygjusett eru svakalega sniðug! Teygjurnar koma fimm saman í pakka, tvö handföng, tvær ólar og eitt akkeri. Þú getur gert æfingar með einni teygju uppí fimm teygjur, hver teygja er með mismunandi styrkleika. Einnig er hægt að nota akkerið til þess að setja fyrir ofan eða neðan hurð. Þetta teygjusett kemur í fallegum fjölnota poka svo það er auðvelt að halda öllu settinu saman á einum stað.
Mjög sniðugt til að eiga heima eða hafa í æfingatöskunni!